Búin að léttast um 40 kíló en er slæm í húðinni

Ljósmynd/Unsplash

Ragna Hlín Þorleifsdóttir húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún spurningu frá konu sem er búin að léttast um 40 kíló. 

Sæl Ragna Hlín, 

Ég er búin að léttast yfir 40 kg á einu ári. Mér finnst húðin mín vera orðin svo opin og húðholurnar svo sýnilegar. Er eitthvað sem hægt er að gera til þess að minnka þessar húðholur og jafnvel að fá gljáandi húð? Hún er frekar þurr og ég er með roða á kinnbeinum eftir að hafa brunnið illa eftir nokkra tíma sjóferð árið 2009.

Kveðja, 

L

Ragna Hlín Þorleifsdóttir, húðlæknir á Húðlæknastöðinni.
Ragna Hlín Þorleifsdóttir, húðlæknir á Húðlæknastöðinni.

Sæl og blessuð!

Miðað við lýsinguna sem þú sendir mér ráðlegg ég þér að leita til húðlæknis til að láta meta húð þína þannig að þú fáir meðferðarráðleggingar sem henta þér.  Opnar svitaholur og grófa húð er til dæmis hægt að meðhöndla með retinól-kremum eða ávaxtasýrum og þessar meðferðir eru einnig mjög góðar gegn mattri og líflausri húð.

Hins vegar segist  þú vera með þurra og rauða húð og þar af leiðandi vil ég ekki ráðleggja þér þessar meðferðir fyrr en búið er að skoða húðina þína. Roðinn gæti til dæmis bent til bólgusjúkdóms í húðinni, eins og rósroða, en fæstir sem eru með rósroða þola retinól þótt sumir þoli ávaxtasýrumeðferðir. Rósroða er aftur á móti hægt að meðhöndla með bólgueyðandi lyfjum og laser-meðferðum.


Kærar kveðjur,

Ragna Hlín húðlæknir. 

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Rögnu Hlín spurningu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál