„Ég læt eins og ég sé að fara á stefnumót“

Sóley Jóhannsdóttir hugsar alltaf vel um sig.
Sóley Jóhannsdóttir hugsar alltaf vel um sig. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Sóley Jóhannsdóttir, líkamsræktardrottning og eigandi Kaia, hefur alltaf hugsað vel um heilsuna. Hún segist finna fyrir því að hún sé að eldast og mætir hverjum degi eins og hún sé á leið á stefnumót. 

Hvað gerir þú til þess að hugsa um heilsuna?

„Líkami okkar er dýrmætasta séreign okkar. Heilbrigður líkami er ein mikilvægasta forsenda lífsgæða. Það er því miður oft þannig að við gerum okkur ekki grein fyrir gildi þess að eiga heilbrigðan líkama fyrr en heilsufarið brestur, oft vegna þess að við höfum ekki hugsað nægilega vel um þá þætti sem viðhalda góðri líkamlegri og andlegri heilsu. Regluleg og hæfileg líkamshreyfing, næg hvíld og gott mataræði eru bestu leiðir til þess að varðveita heilsuna. Þá þurfum við að haga mataræði okkar að jafnaði þannig að við getum með góðri samvisku leyft okkur munað öðru hverju,“ segir Sóley.

Hvernig hafa áherslurnar breyst hjá þér á ferli þínum?

„Á yngri árum verðum við að gefa okkur tíma til að huga að hreyfingu, hvíld og mataræði. Þá getum við leyft okkur að ganga nærri þeim þröskuldi sem líkami okkar þolir, til dæmis í afreksíþróttum eða með krefjandi útivist. Við getum leyft okkur að „reykspóla“, það er að segja að ganga mjög nærri okkur við að ná tilteknu markmiði. Gott dæmi um þetta er „Marglytturnar“ sem náðu því háleita markmiði að synda yfir Ermasund. Við hækkandi aldur þurfum við í ríkari mæli að huga að því að tryggja líkama okkar „reglubundið og stöðugt viðhald“, eins og mjög margar af dömunum mínum í leikfiminni hafa gert allt fram á níræðisaldur,“ segir hún.

Chanel kinnaliturinn er í uppáhaldi hjá Sóley.
Chanel kinnaliturinn er í uppáhaldi hjá Sóley.

Æfir þú á hverjum degi?

„Starfandi sem leikfimikennari í Hreyfingu kemst ég tæpast hjá því að sinna líkamsrækt að einhverju marki alla virka daga vikunnar. Ég hef því leyft mér að taka mér hvíld frá reglubundnum æfingum um helgar.“

Finnur þú fyrir því að þú sért að eldast?

„Ég vildi gjarnan geta svarað þessari spurningu neitandi en aldurinn nær alltaf að marka spor sitt í líkamlegt og andlegt atgervi okkar, þó að birtingarformið geti verið með mjög mismunandi hætti.“

Gerir þú eitthvað sérstakt til þess að hugsa sem best húðina?

„Ég passa upp á að hreinsa húðina alltaf vel kvölds og morgna, síðan ber ég á mig góðu andlitskremin eða dropana úr Bioeffect-línunni. Mér finnst gott að fara þrisvar til fjórum sinnum í mánuði í gufu og leyfa húðinni að opnast og set svo á mig góðan rakamaska. Ég ber líka á mig góða sólarvörn þegar ég er á ferðalögum og hér heima á sólardögum.“

30 daga Treatment frá Bioeffect er í uppáhaldi.
30 daga Treatment frá Bioeffect er í uppáhaldi.

Hvaða snyrtivöru notar þú á hverjum degi?

„Bioeffect er í algjöru uppáhaldi hjá mér og ég hef notað þessar frábæru vörur síðustu fjögur árin. Ég verð að viðurkenna að þetta er sennilega árangursríkasta vara sem ég hef prófað. 30 daga meðferðin frá Bioeffect er nokkuð sem allar konur eiga að prófa. Ég ber á mig þrjá til fjóra dropa kvölds og morgna og það geir kraftaverk hvað varðar endurheimtan raka og frískleika. Augnmaskinn er alveg ómissandi og það má einnig segja um nýja andlitsmaskann, sem er sá besti sem ég hef prófað.“

Farðar þú þig daglega?

„Ég nota alltaf kinnalit, varalit, augnskugga og maskara.“

Hvað gerir þú til að líta sem best út?

„Ég læt eins og ég sé að fara á stefnumót upp á hvern einasta dag,“ segir hún og hlær.

Hver er uppáhalds snyrtivara þín?

„30 daga meðferðin frá Bioeffect, Shiseido Future Solution LX andlitsfarði, Chanel sólar kinnalitur og maskari og varalitur frá MAC.“

Hvaða snyrtivara hefur fylgt þér hvað lengst?

„Chanel kinnaliturinn.“

Hvert er besta bjútítrix allra tíma?

„Brosið.“

mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál