Corden klæðist aðhaldsfatnaði í hverjum þætti

James Corden.
James Corden. mbl.is/AFP

Spjallþáttastjórnandinn James Corden viðurkenndi það í spjalli við RuPaul Charles og Rachel Brosnahan að hann væri alltaf í aðhaldsfötum frá Spanx innan undir jakkafötunum sínum. 

Hinn 41 árs gamli Corden sagði að hann gerði það svo hann liti út fyrir að vera grennri og viðurkenndi að hann væri frekar óöruggur með líkama sinn. 

Hann sagði þó að hann hefði gert sér það að markmiði fyrir árið 2020 að losa sig við Spanx-ið og vera án þeirra í að minnsta kosti einum þætti. 

„Ég er ekki einu sinni að grínast. Áramótaheitið mitt er að reyna að komast á þann stað að ég geti sleppt Spanxinu í einum þætti,“ sagði Corden.

James Corden er alltaf í aðhaldsfatnaði.
James Corden er alltaf í aðhaldsfatnaði. mbl
mbl.is