Katrín í einkennislit Meghan eftir Megxit

Katrín í kápunni í dag.
Katrín í kápunni í dag. AFP

Katrín hertogaynja af Cambridge klæddist kápu í ljósbrúnum lit þegar hún heimsótti Careau-barnamiðstöðina í Cardiff í gær. Ljósbrúnn er litur sem svilkona hennar Meghan Markle hefur mikið klæðst á síðustu árum. 

Segja má jafnvel að ljósbrúnn og brúnn sé einkennislitur hertogaynjunnar fyrrverandi enda ófá opinber störfin sem hún hefur sinnt í fötum í þeim lit.

Kápa Katrínar er mjög sambærileg þeirri sem Meghan klæddist daginn sem hún og eiginmaður hennar Harry Bretaprins tilkynntu að þau ætluðu að hætta að sinna konunglegum skyldum.

Katrín var í svartri rúllukragapeysu innan undir kápunni en Meghan var einnig í rúllukragapeysu undir brúnu kápunni daginn örlagaríka.

Kápa Katrínar er frá spænska merkinu Massimo Dutti en kápa Meghan frá breska merkinu Reiss.

Fataval Katrínar er mjög svipað og Meghan.
Fataval Katrínar er mjög svipað og Meghan. AFP
Meghan þann 7. janúar síðastliðinn í sínum síðustu opinberu erindagjörðum …
Meghan þann 7. janúar síðastliðinn í sínum síðustu opinberu erindagjörðum fyrir krúnuna. AFP
Kápa Meghan er frá breska merkinu Reiss.
Kápa Meghan er frá breska merkinu Reiss. AFP
mbl.is