Böddi leitar sér að vinnu á kassa

Böðvar Þór Eggertsson er fluttur aftur heim.
Böðvar Þór Eggertsson er fluttur aftur heim. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Böðvar Þór Eggertsson hárgreiðslumeistari á Space eða Böddi eins og hann er kallaður segir að þetta séu skrýtnir tímar. Hann ætlar ekki að láta ástandið stoppa sig og íhugar að leita sér að vinnu á kassa í stórmarkaði. 

„Fyrst og fremst hefur þetta andleg áhrif því ég er vinnualki og finnst ógeðslega gaman að vinna. Svo er ég ofvirkur þannig að þetta kallar á átök í hausnum á mér en auðvitað fjárhagsleg líka,“ segir Böddi í samtali við Smartland. 

Hann segir að það hafi ekki komið á óvart að loka þyrfti hárgreiðslustofum. 

„Þetta kom svo sem ekkert á óvart því við vinnum í svo miklu návígi við kúnnann. Þetta var bara tímaspursmál hvenær við yrðum tekin út. Verkfærin með kústsköftum til að tryggja tveggja metra fjarlægð eru bara ekki nógu góð,“ segir hann og hlær. 

Hann segist vona að hann geti mætt í vinnu 14. apríl og þegar hann er spurður að því hvort heimalitanir munu færast í vöxt segist hann vona ekki. En hvað ætlar hann að gera á meðan hann getur ekki klippt fólk?

„Ég er að vinna í því að athuga hvort ég komist ekki í vinnu á kassa í Bónus, Hagkaup eða Krónunni eða að keyra út vörur. Það er alla vega nóg að gera en ég mun finna mér eitthvað að gera ef það gengur ekki upp. Ég get alltaf farið að vinna í jeppanum mínum og svo eru nokkur uppsöfnuð heimilisverk sem ég gæti farið í. Nú svo gæti ég farið í sumarbústað. Svo má ekki gleyma því að þetta er góður tími til að fara yfir það nýjasta sem er í gangi í hárinu. Ég verð alla vega á fullu allan tímann því annars verður ekki hægt að vera nálægt mér,“ segir hann og hlær. 

„Mestu máli skiptir á þessum mjög sérstöku tímum að við höldum sönsum og séum jákvæð og góð við hvert annað. Þetta mun vonandi hafa áhrif á að við skoðum upp á nýtt hvað skiptir máli og hvað ekki í lífinu.“

mbl.is

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið stondumsaman@mbl.is.

Stöndum saman

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál