Stórundarlegur kjóll með rófu

Kim og Kourtney Kardashain í tígrisdýrakjólnum.
Kim og Kourtney Kardashain í tígrisdýrakjólnum. Samsett mynd

Kourtney Kardashian birti mynd af sér á Instagram á dögunum í síðum kjól með tígrisdýramynstri. Systir hennar Kim Kardashian hefur einnig klæðst kjólnum sem er sérstakur fyrir þær sakir að hann er með loðinni rófu að aftan.

Kourtney Kardashian benti á að um gamla mynd væri að ræða en systir hennar Kim Kardashian birti mynd af sér í janúar í kjólnum. Kjóllinn á sérstaklega vel við núna enda sjaldan verið talað jafn mikið um tígrisdýr og akkúrat núna, þökk sé heimildaþáttunum Tiger King á Netflix. 

Kjóllinn var þó hannaður löngu áður en að þættirnir umtöluðu fóru í sýningu. Kjólinn hannaði Roberto Cavalli og birtist kjóllinn á tískupallinum haustið 2000. Á 20 ára sögu kjólsins hefur Cindy Crawford hefur sést í einum slíkum sem og Drea de Matteo í þætti af The Sopranos. 

Margir tengja Kardashian-fjölskylduna við neysluhyggju en Kim Kardashian má þó eiga það að hún hefur verið dugleg að nota gamla kjóla eins og sjá má hér að neðan. 

Kim Kardashian í gömlum kjól frá Alexander McQueen.
Kim Kardashian í gömlum kjól frá Alexander McQueen. AFP
Kim Kardashian í gömlum kjól frá Versace.
Kim Kardashian í gömlum kjól frá Versace. AFP
Kim Kardashian í gömlum kjól frá Gucci.
Kim Kardashian í gömlum kjól frá Gucci. mbl.is/AFP
Kim Kardashian í gömlum fötum frá Azzedine Alaïa.
Kim Kardashian í gömlum fötum frá Azzedine Alaïa. skjáskot/Instagram




View this post on Instagram

Throwback to my tail.

A post shared by Kourtney Kardashian (@kourtneykardash) on Apr 6, 2020 at 6:05pm PDT



View this post on Instagram

🐅

A post shared by Kim Kardashian West (@kimkardashian) on Jan 17, 2020 at 2:09pm PST



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál