Fékk útbrot á bakið vegna lyfja: Hvað er til ráða?

Íslensk kona leitar ráða hjá Örnu Björk húðlækni.
Íslensk kona leitar ráða hjá Örnu Björk húðlækni. Ljósmynd/Unsplash

Arna Björk Kristinsdóttir, húðlæknir á Húðlæknastöðinni, svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún spurningu frá konu með útbrot. 

Sæl. 

Ég er orðin rúmlega 60 ára og fékk ávísað kólesteróllækkandi lyfi. Í framhaldi af því fékk ég útbrot á bakið. Hætti að taka inn lyfið en er komin með exem á bakið. Hvað get ég gert í því?

Kær kveðja,

Guðbjörg

Arna Björk Kristinsdóttir húðlæknir hjá Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda.
Arna Björk Kristinsdóttir húðlæknir hjá Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda.

Sæl 

Mikilvægast er að þú sért hætt að taka lyfið, ef það er lyfið sem orsakaði útbrotin. Við exeminu sem þú ert komin með núna er gott að bera rakakrem á húðina daglega. Það dugir stundum eitt og sér til að draga úr kláða og ertingu í húð. Ef þú ert hins vegar með mikinn roða og þrota í húðinni þarftu líklegast sterakrem tímabundið. Flest sterakrem eru lyfseðilsskyld og því þarftu að fá tíma hjá heimilislækni eða húðlækni til að fá ávísun. 

Gangi þér vel með þetta! 

Bestu kveðjur, 

Arna Björk Kristinsdóttir húðlæknir. 

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Örnu Björk póst HÉR

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál