Keypti sér fimm brúðarkjóla

Chrissy Teigen.
Chrissy Teigen. AFP

Fyrirsætan og matreiðslubókahöfundurinn Chrissy Teigen sparaði ekkert til í brúðkaupsundirbúningnum fyrir brúðkaup sitt og John Legend árið 2013. 

Í umræðu á Twitter rifjaði vinur hennar upp að hún hefði keypt sér hvorki meira né minna en fimm kjóla fyrir stóra daginn. Það var þó ekki af því hana langaði til að skipta um kjól, eða hún hafi verið svo óviss um hvernig kjól hún vildi. 

Ástæðan var sú að hún fékk svo mikið samviskubit í hvert skipti sem hún fór að máta kjól að hún keypti alltaf einn kjól eftir hverja mátun. 

Á brúðkaupsdaginn sjálfan klæddist hún þremur kjólum frá hönnuðinum Veru Wang. 

Teigen í kjól frá Veru Wang.
Teigen í kjól frá Veru Wang. Skjáskot/Instagram
mbl.is