Þessi jakki er búinn til úr 23 plastflöskum

Danska fatafyrirtækið SELECTED FEMME/HOMME hefur hafið samstarf við dönsku umhverfissamtökin Plastic Change um að draga úr plastmengun og notkun einnota plasts.
Það er liður í skuldbindingu tískumerkisins til að stuðla að sjálfbærni innan geirans.

Fyrirtækið hefur aukið úrval sitt af fatnaði sem er hannaður sérstaklega með sjálfbærni að leiðarljósi. Nýjasta viðbótin er #plasticchanger-jakkinn, sem er úr endurunnu pólýester. Hver jakki er gerður úr 23 plastflöskum úr höfum eða landfyllingum. Jakkinn sjálfur og fóðrið er úr 100% endurunnu pólýester.

„Með honum viljum við vekja athygli á plastmengun og auka veg fatnaðar úr sjálfbærum og endurunnum efnum.“

Hluti af ágóða hvers jakka rennur til þessa mikilvæga málstaðar og samtakanna Plastic Change.

„Með (endur)nýtingu plasts við fataframleiðslu tökum við ábyrgð. Sjálfbærni er meðal grunngilda SELECTED og við höfum heitið því að gera vörulínur okkar sífellt umhverfisvænni. Með þessu samstarfi sýnum við það í verki. Með samstilltu átaki tekst okkur að draga úr notkun einnota plasts og mengandi áhrifum þess,“ segir Ása Tryggvadóttir, markaðsstjóri Bestseller. 

mbl.is

Bloggað um fréttina