Þóra ráðin til Cintamani 

Þóra Ragnarsdóttir er farin að vinna fyrir Cintamani á ný.
Þóra Ragnarsdóttir er farin að vinna fyrir Cintamani á ný.

Cintamani hefur ráðið Þóru Ragnarsdóttur sem hönnuð hjá fyrirtækinu. Þóra er með BA gráðu í hönnun frá The American College in London. Þóra starfaði sem hönnuður hjá Cintamani á árunum 2006-2015 en núna síðast var hún í framleiðsludeild 66°Norður.

Áður starfaði Þóra meðal annars hjá Reiss og French connection í London. 

„Með ráðningu Þóru til Cintamani er komið enn eitt púzzlið sem mun tryggja það að áfram geta viðskiptavinir notið fallegrar hönnunar og gæða sem Cintamani hefur í um 30 ára sögu tryggt Íslendingum. Þóra er einn reynslumesti hönnuður á Íslandi í útivist og við hlökkum til að vinna með henni,“ segir Einar Karl Birgisson framkvæmdastjóri Cintamani 

„Ég hlakka mikið til að koma aftur að hönnun hjá Cintamani. Finn fyrir miklum krafti þar og verður gaman að takast á við að styrkja enn stöðu Cintamani á útvistarmarkaðnum með fallegum gæða útivistarvörum,“ segir Þóra sem hóf störf hjá fyrirtækinu 1. september. 

mbl.is