Í rándýrri dragt á kappræðum föður síns

Ivanka Trump sparaði ekkert til.
Ivanka Trump sparaði ekkert til. AFP

Ivanka Trump, dóttir Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, sparaði ekkert til fyrir kappræður föður síns og Joe Bidens, forsetaframbjóðanda Demókrata, sem fóru fram í Bandaríkjunum í gær. Ivanka valdi sér einstaklega fallega ljósa dragt og var með veski frá Chanel í stíl. 

Hún klæddist kremlituðum jakka frá Gabrielu Hearst sem kostar 3.210 bandaríkjadali eða um 444 þúsund íslenskar krónur. Hún var í kremlituðum buxum frá sama merki sem kosta 1.500 bandaríkjadali eða um 207 þúsund krónur.

Til að fullkomna útlitið var hún með hvíta tösku frá Chanel sem kostar 4.700 bandaríkjadali eða um 650 þúsund íslenskar krónur. 

Melania Trump forsetafrú klæddist einnig dragt í gærkvöldi. Hún valdi sér svarta teinótta dragt sem kostaði aðeins minna en það sem dóttir eiginmanns hennar klæddist. Dragtin er frá Dolce & Gabbana og kostar um 3.340 eða um 460 þúsund krónur. Hún var svo í dökkbláum Christian Louboutin-skóm. 

Dóttir forsetans tók sig vel út í fallegri dragt.
Dóttir forsetans tók sig vel út í fallegri dragt. AFP
Forsetafrúin Melania Trump í teinóttir dragt frá Dolce & Gabbana …
Forsetafrúin Melania Trump í teinóttir dragt frá Dolce & Gabbana og hælum frá Christian Louboutin. AFP
Melania Trump.
Melania Trump. AFP
Melania Trump og Ivanka Trump.
Melania Trump og Ivanka Trump. AFP
mbl.is