Meghan í skvísubuxum og gellubol

Meghan og Harry klæddu sig upp fyrir viðtal á Zoom.
Meghan og Harry klæddu sig upp fyrir viðtal á Zoom. Skjáskot/Youtube

Hertogahjónin Harry og Meghan höfðu sig til fyrir viðtal á Zoom á dögunum. Meghan var skvísuleg í brúnum toppi og brúnum pleðurbuxum. Buxum eins og þessum klæddist hún ekki opinberlega á meðan hún var í bresku konungsfjölskyldunni. 

Skvísubuxurnar voru frá Stellu McCartney og eru úr gervileðri en bítilsdóttirin er þekkt fyrir að nota ekki dýravörur í hönnun sinni. Pleðurbuxurnar eru beinar en með háu mitti. Þær eru fáanlegar í vefverslun Farfetch og kosta 565 pund eða um hundrað þúsund krónur. 

Meghan var falleg í haustlegum fatnaði. Við skvísubuxurnar var hún í kamellituðum gellubol. Bolurinn, sem er langerma með öðruvísi hálsmáli, er frá Victor Glemaud. 

Brúnar pleðurbuxur.
Brúnar pleðurbuxur. Ljósmynd/Stella McCartneymbl.is