Saumar á jólaskvísur og Daða og Gagnamagnið

Diskógallar eru í jólalínu Lovísu Tómasdóttur.
Diskógallar eru í jólalínu Lovísu Tómasdóttur. Ljósmynd/Anna Margrét

Klæðskerinn Lovísa Tómasdóttir setti jólalínu í sölu í dag, miðvikudag. Fötin saumar Lovísa sjálf og koma þau í takmörkuðu upplagi. Hitt verkefnið sem Lovísa vinnur að þessa dagana er ekki umfangsminna þar sem hún hannar búninga Daða og Gagnamagnsins fyrir Eurovison 2021.

Lovísa sérhæfir sig aðallega í fatnaði fyrir sviðslistafólk. Þegar tónleikum og öðrum sýningum fækkaði vegna fjöldatakmarkana í kórónuveirufaraldrinum fóru ýmis verkefni í biðstöðu. En þegar einar dyr lokast opnast aðrar. Lovísa hannaði nýju jólalínuna og opnaði heimasíðuna Lovisatomas.is þar sem er hægt að skoða hönnun hennar og kaupa fatnað frá henni.

Jólalínan er innblásin af áttunda áratugnum og samanstendur af fimm dressum. Lovísa nálgast fatnað á afar persónulegan hátt en hún bæði hannar og saumar allar flíkur sem hún setur á sölu. „Ég vil að þeir sem klæðast fatnaði frá mér „own-i“ fötin. Að viðkomandi geti tjáð sig á persónulegri hátt í gegnum dressið – rétt eins og leikari á sviði. Og þess vegna framleiði ég mest átta eintök af hverri flík.“ 

Rautt um jólin.
Rautt um jólin. Ljósmynd/Anna Margrét

Í línunni má meðal annars finna fallegan grænan kjól úr riffluðu flaueli og vínrauðar buxur og topp í stíl sem hentar vel á aðfangadagskvöld. Einnig eru tvær gerðir af skvísulegum diskóglimmergöllum sem ættu að vekja athygli í áramótaveislum.

Þessi kjóll kallar á pakka og jólaöl.
Þessi kjóll kallar á pakka og jólaöl. LjósmyndAnna Margrét

Fyrr á árinu hannaði Lovísa búninga Gagnamagnsins. Því miður komust búningarnir aldrei á stóra sviðið vegna kórónuveirufaraldursins. Nýlega var staðfest að Gagnamagnið yrði fulltrúi Íslendinga í Eurovision 2021 sem gerir það að verkum að Lovísa er komin á kaf að endurhanna búningana.

„Ég er á fullu núna að hanna nýju búningana fyrir Daða og Gagnamagnið. Þetta er alveg einstakt tækifæri að fá að vera hluti af þessu stóra verkefni. Ég er ótrúlega þakklát fyrir að vinna með þessu flotta fólki. Þau vinna vel saman og eru miklir fagmenn. Ég get ekki beðið eftir að sýna þjóðinni búningana.“

Svart og seiðandi.
Svart og seiðandi. Ljósmynd/Anna Margrét

Færð þú að fylgjast með laginu þróast?

„Já, það er alveg magnað að fylgjast með Daða vinna. Hann er með gríðarlega frjótt hugmyndarflug enda sést það vel í því sem hann hefur sent frá sér. Það eru mjög skemmtilegar pælingar í gangi og erfitt að geta ekki sagt frá því. En ég get lofað að útkoman verður geggjuð, enda ekki annað hægt með eins skapandi hóp og þau,“ segir Lovísa, sem er bjartsýn á að allur hópurinn geti ferðast óhultur til Hollands í vor.

Hettupeysan sker sig úr en Lovísa gat ekki sleppt þessari.
Hettupeysan sker sig úr en Lovísa gat ekki sleppt þessari. Ljósmynd/Anna Margrét
Áramóapartídress.
Áramóapartídress. Ljósmynd/Anna Margrét
Rómantískt í myrkrinu.
Rómantískt í myrkrinu. Ljósmynd/Anna Margrét
Kjóll úr riffluðu flaueli.
Kjóll úr riffluðu flaueli. Ljósmynd/Anna Margrét
Buxur og toppur sem minna á samfesting.
Buxur og toppur sem minna á samfesting. Ljósmynd/Anna Margrét
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál