Bára Beauty málar sig mjög mikið um áramót

Bára Jónsdóttir eða Bára Beauty elskar glitrandi förðun.
Bára Jónsdóttir eða Bára Beauty elskar glitrandi förðun. Ljósmynd/Aðsend

Bára Jónsdóttir, förðunarfræðingur, fitness-stjarna og þjálfari í pole fitness, elskar að mála sig mikið. Bára, sem er stundum kölluð Bára Beauty, fær útrás fyrir ástríðu sína fyrir glimmeri og öllu sem glitrar um áramótin og farðar sig mikið fyrir síðasta kvöld ársins. 

„Ég er vön að farða mig mjög mikið og extra um áramótin, og þessi áramót verða engu síðri. Ég elska allt glitrandi og með glimmeri, toppað með fallegum augnhárum frá mínu eigin merki, Bára Beauty Lashes,“ segir Bára þegar hún er spurð hvernig hún farðar sig fyrir áramótin. 

Hvernig ætlarðu að vera förðuð þegar þú kveður árið 2020?

„Ég býst við því að setja á mig farða frá Urban Decay, og nota siðan Naked Heat-pallettuna frá þeim ásamt því að bæta rósgylltu glimmeri ofan á. Ég mun hafa Bára Beauty-augnhár í stílnum Hrönn Pro, sem er stærsta týpan.“

Þegar förðun þarf að haldast allt kvöldið og kannski fram eftir morgni er gott að fara eftir öllum tiltækum ráðum eins og Bára gerir.

„Ég myndi segja með því að nota góðan farðagrunn undir farðann og setja púður svo yfir í lokin til að festa allt vel, ásamt því að nota „setting sprey“ þegar öllu er lokið. Það er eins og hársprey fyrir farða.

Falleg og mikil augnförðun er fullkomin um áramótin.
Falleg og mikil augnförðun er fullkomin um áramótin. Ljósmynd/Aðsend

Mér finnst mikilvægt að kynna sér þær förðunarvörur sem eru í boði og komast að því hvaða týpu af húð þú ert með og velja síðan út frá því hvaða vörur henta þér. Þurr húð þarf til dæmis rakagefandi farðagrunn og farða sem er ekki of mattur. Síðan er hægt að nota rakagefandi „setting sprey“ í lokin. Það er líka hægt að finna vörur fyrir olíukennda húð. Einnig skiptir mikið máli að undirbúa húðina vel áður, þrifa hana, skrúbba létt og nota viðeigandi krem.“

Hvað er uppáhaldsglamúrförðunarvaran þín?

„Uppáhaldsförðunarvaran er að sjálfsögðu augnhárin mín, Bára Beauty Lashes. Ekki bara af því þetta er mitt merki heldur af því augnhár hafa einkennt mig í mörg, mörg ár og er það í rauninni eina förðunarvaran sem ég myndi velja fram yfir allt. Ef ég er með augnhár þá er ég góð. Og auðvitað finnst mér augnhárin frá mér langflottust af því þau eru gerð eftir mínum óskum.“

Ljósmynd/Aðsend

Hvað ætlar þú að gera um áramótin?

„Ég veit ekki hvernig áramótin hjá mér verða í ár annað en að ég fer í mat til fjölskyldunnar en hvað gerist seinna það kemur í ljós. Eitt er víst að þessi áramót verða öðruvísi en vanalega því við erum jú öll almannavarnir í ár.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál