Þessi ofurkona veitir mikinn tískuinnblástur

Ef þú elskar franska tísku ættir þú að skoða að …
Ef þú elskar franska tísku ættir þú að skoða að klæðast ljósum litum líkt og Juny Breeze gerir á þessari mynd. mbl.is/skjáskot Instagram

Verslunarkonan Juny Breeze er sérfræðingur í að finna franskan tímabilsfatnað og koma honum áfram til kvenna víða um heiminn. Í dag eru án efa fjölmargar íslenskar tískudrottningar orðnar þreyttar á fataskápnum sínum og dreymir um fallegan fatnað keyptan utan landsteinanna.

Í versluninni Junybreeze Vintage, þar sem Breeze selur góssið sitt, má finna fatnað sem er vandlega valinn frá alls konar tískutímabilum í Frakklandi. Sjálf er Breeze gangandi auglýsing fyrir það hvað fágætar vörur geta búið til fallegt útlit. 

Sjálf virðist hún leggja áherslu á að vera með hárið huggulega lagað, hún kann að klæðast mittisháum frönskum gallabuxum með alls konar toppum og peysum. Hún notar franska sjómannabolinn sem Chanel gerði frægan á sínum tíma á fallegan hátt og blandar við hversdagsfatnaðinn sinn alls konar fylgihlutum sem áhugavert er að skoða. 

View this post on Instagram

A post shared by Juny (@junybreeze)

View this post on Instagram

A post shared by Juny (@junybreeze)mbl.is