Ekki elst í áratug og neita bótoxmeðferðum

Jennifer Lopez árið 2010 og árið 2020.
Jennifer Lopez árið 2010 og árið 2020. Samsett mynd

Frægar konur virðast ekki eldast á sama hraða og aðrar konur. Tónlistarkonan Jennifer Lopez virðist til dæmis ekki hafa elst um mínútu á síðastliðnum árum. Þrátt fyrir einstaklega unglegt útlit þvertekur Lopez fyrir að hafa farið í bótoxmeðferð til að viðhalda útliti sínu. 

Nýlega var hún sökuð um að hafa farið í fjölda bótoxmeðferða til að halda í unglegt útlit sitt. Hún brást illa við og sagðist alls ekki hafa fengið farið í bótox. 

Lopez er ekki sú eina sem virðist ekki hafa elst nokkuð á síðasta áratugnum. 

Nicole Kidman

Hin 53 ára gamla Kidman þakkar sólarvörn unglegt útlit sitt. Hún sagði í viðtali árið 2013 að hún hefði einu sinni prófað að fá sér eina bótoxsprautu en ekki verið hrifin af því. Hún lét fjarlægja það. 

Nicole Kidman með 10 ára millibili.
Nicole Kidman með 10 ára millibili. Samsett mynd

Jennifer Aniston

Hin 51 árs gamla leikkona hefur ekki breyst mikið undanfarin ár. Hún hefur gefið í skyn að hún hafi prófað bótox en sé hrifnari af öðrum meðferðum eins og leysi- og kollagenmeðferð.

Jennifer Anniston með 10 ára millibili.
Jennifer Anniston með 10 ára millibili. Samsett mynd

Courteney Cox

Hin 56 ára gamla leikkona var lengi þekkt fyrir að fá sér bótoxfyllingu í andlitið. Árið 2016 sagðist hún hins vegar hafa látið leysa bótoxið upp og nú væri hún eins náttúruleg og hún gæti verið. 

Courteney Cox með 10 ára millibili.
Courteney Cox með 10 ára millibili. Samsett mynd

Kylie Minogue 

Hin rúmlega fimmtuga söngkona segist hafa prófað bótox en ekki verið hrifin af því. Árið 2009 sagði hún í viðtali að hún hefði prófað en hætt því strax. 

Kylie Minogue með 10 ára millibili.
Kylie Minogue með 10 ára millibili. Samsett mynd

Melania Trump

Fyrrverandi forsetafrúin Melania Trump hefur sjaldan sýnt mikil svipbrigði þegar hún er á almannafæri. Hinn fimmtuga Trump er með slétta og fallega húð og fáar fínar línur. Hún sagði í viðtali árið 2016 að hún væri alfarið á móti fyllingarefnum þar sem þau eyðilegðu taugarnar í andlitinu.

Melania Trump með 10 ára millibili.
Melania Trump með 10 ára millibili. Samsett mynd
mbl.is