Best klæddu stjörnurnar á Golden Globe

Renee Zellweger, Cynthia Erivo og Jane Fonda voru flottar á …
Renee Zellweger, Cynthia Erivo og Jane Fonda voru flottar á Golden Globe-hátíðinni. Samsett mynd

Verðlaunavertíðin hófst formlega í nótt þegar Golden Globe-verðlaunin voru afhent. Fáir mættu í eigin persónu en fötin voru ekki af verri endanum þrátt fyrir að margar stjörnur væru viðstaddar í gegnum fjarfundarbúnað. Stjörnurnar skörtuðu sínu allra fegursta eins og sjá má á myndum hér fyrir neðan. 

Nicole Kidman var heima hjá sér og klæddist kjól frá Louis Vuitton. 

Leikkonan úr Drottningarbragði, Anya Taylor Joy, klæddist grænum kjól frá Christian Dior. Hún mætti ekki á svæðið frekar en aðrar stjörnur sem tóku við verðlaunum. 

View this post on Instagram

A post shared by Law Roach (@luxurylaw)

Leikkonan Viola Davis klæddi sig upp fyrir fjarhátíð í einstaklega fallegum kjól frá Lavie by CK. 

View this post on Instagram

A post shared by VIOLA DAVIS (@violadavis)

Leikkonan Kate Hudson var töffaraleg í kjól frá Louis Vuitton. Beltið gerði útslagið. 

Emily in Paris-stjarnan Lily Collins var flott í litríkum kjól frá Saint Laurent. 

View this post on Instagram

A post shared by Lily Collins (@lilyjcollins)

Gul jakkaföt frá Maison Valentino fóru leikaranum Dan Levy úr Schitt's Creek vel. 

View this post on Instagram

A post shared by Dan Levy (@instadanjlevy)

Jackson Lee var flottur í Gucci. Faðir hans er leikstjórinn …
Jackson Lee var flottur í Gucci. Faðir hans er leikstjórinn Spike Lee og móðir hans framleiðandinn Tonya Lewis Lee. AFP
Leikkonan Renee Zellweger kynnti verðlaun á hátíðinni í svörtum hátískukjól …
Leikkonan Renee Zellweger kynnti verðlaun á hátíðinni í svörtum hátískukjól úr flaueli frá Armani. AFP
Leikkonan Cynthia Erivo vakti sérstaka athygli í skærgrænum kjól frá …
Leikkonan Cynthia Erivo vakti sérstaka athygli í skærgrænum kjól frá Valentino. AFP
Jane Fonda endurnýtti gamla buxnadragt en leikkonan er hætt að …
Jane Fonda endurnýtti gamla buxnadragt en leikkonan er hætt að kaupa ný föt. AFP
Gal Gadot á rauða dreglinum í hvítum stuttum kjól Givenchy.
Gal Gadot á rauða dreglinum í hvítum stuttum kjól Givenchy. AFP
Margot Robbie klæddist kjól frá Chanel.
Margot Robbie klæddist kjól frá Chanel.
Andra Day klæddist silfurlituðum kjól frá Chanel.
Andra Day klæddist silfurlituðum kjól frá Chanel.
mbl.is