Krónprinsessan sló í gegn í H&M-kjól

Sænska konungsfjölskyldan birti myndir af Viktoríu í grænum kjól frá …
Sænska konungsfjölskyldan birti myndir af Viktoríu í grænum kjól frá H&M á samfélagsmiðlum sínum. Samsett mynd

Sænska konungsfjölskyldan birti nýjar myndir af Viktoríu krónprinsessu á dögunum á samfélagsmiðlum sínum. Prinsessan var heiðruð af hinsegin tímaritinu QX. Galakvöldið fór þó ekki fram vegna faraldursins en krónprinsessan klæddi sig í sitt fínasta púss. 

Eins og sannur Svíi var Viktoría klædd í fallegan tjullkjól frá H&M þegar hún þakkaði fyrir sig. Myndirnar voru teknar á heimili prinsessunnar í Haga-höllinni. Síðkjóllinn er hluti af Conscious-fatalínu sænska móðurskipsins, en fatalínur undir þessu nafni eru gerðar úr endurunnum efnum. 

Fyrirsæta í græna síðkjólnum frá H&M.
Fyrirsæta í græna síðkjólnum frá H&M. Ljósmynd/H&M

Íburðarmiklir síðkjólar eru áberandi þegar mikið liggur við hjá kóngafólki. Kjólarnir kosta oft annan handlegginn en ekki í þessu tilviki. Græni tjullkjóllinn kostaði 199 pund eða um 35 þúsund íslenskar krónur. Er það töluvert meira en hefðbundinn kjóll frá H&M en minna en margir hátískukjólar í safni kóngafólksins. Kjóllinn er uppseldur. Ljósmynd/H&M
mbl.is