Katrín í „íslenskri“ lopapeysu

Katrín hertogaynja í ullarpeysu með íslenskum innblæstri.
Katrín hertogaynja í ullarpeysu með íslenskum innblæstri. Samsett mynd

Katrín hertogaynja og Vilhjálmur Bretaprins brugðu sér í heimsókn í sveitina í gær. Hertogaynjan kann greinilega að klæða sig fyrir sveitaferð og valdi sér fallega ullarpeysu fyrir heimsóknina. 

Peysunni svipar óneitanlega til íslensku lopapeysunnar en hún er frá breska merkinu Troy. Umrædd peysa ber nafnið The Troy X Brora Fair Isle og um hana segir á vef Troy: „Peysan er úr fínni lambsull og hönnunin með íslenskum innblæstri.“ 

Peysan var saumuð á umhverfisvænan hátt í Skotlandi. Á henni er fallegur munsturbekkur í bláum, brúnum og rauðum lit. Einnig er munstur neðst á ermunum.

Katrín klæddist fallegum grænum jakka yfir peysuna.
Katrín klæddist fallegum grænum jakka yfir peysuna. AFP
Vilhjálmur Bretaprins valdi primaloft úlpu fyrir sveitaferðina.
Vilhjálmur Bretaprins valdi primaloft úlpu fyrir sveitaferðina. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál