Þetta þarftu að gera fyrir stóra daginn

Það skiptir máli að hugsa vel um húðina fyrir brúðkaupið …
Það skiptir máli að hugsa vel um húðina fyrir brúðkaupið svo förðinin verði sem fallegust.

Bára Hafsteinsdóttir, snyrtifræðingur Lancôme á Íslandi, segir að húðrútína fólks skipti miklu máli fyrir stóra daginn. 

„Áferð húðarinnar skiptir svo miklu máli þegar kemur að fallegri förðun. Stress getur haft áhrif á húðina og hver þekkir ekki smá stress fyrir brúðkaupið? Best er að byrja að undirbúa húðina að minnsta kosti fjórum vikum fyrir stóra daginn, gjarnan fyrr,“ segir Bára. 

Hérna má sjá fjögurra vikna snyrtivöru-rútínuseðil sem Bára mælir með: 

Morgunrútínan:

  1. Hreinsaðu húðina með hreinsi sem hentar þinni húðgerð. Confidence in a Cleanser frá IT Cosmetics inniheldur hreinsi- og serumvirkni og hentar öllum húðgerðum.
  2. C-vítamín styrkir ónæmiskerfi húðar og eykur ljóma og ferskleika. Visionnaire C-vítamín frá Lancôme inniheldur 15% C-vítamín.
  3. Serum sem gefur raka og kemur jafnvægi á húðina. Génifique frá Lancôme er stútfullt af góðgerlum og hýalúronsýru sem fylla hana raka.
  4. Varakrem sem bæði mýkir og gefur vörunum fyllingu. Collagenist Re-Plump-varakrem frá Helenu Rubinstein mýkir, slípar og gefur fyllingu.
  5. Gott dagkrem með sólarvörn sem jafnar áferð og ver húðina gegn myndun litabletta. Rênergie Multi-Lift Ultra-andlitskremið frá Lancôme inniheldur SPF20, mýkir, jafnar áferð og nærir.
  6. Augnkrem sem dregur úr þrota og róar augnsvæði. Bye Bye Under Eye frá IT Cosmetics inniheldur t.d. koffín, C-vítamín, hýlúronsýru, gúrkuþykkni og peptíð.

Kvöldrútínan:

  1. Hreinsaðu húð og augnsvæði með hreinsum sem henta þinni húðgerð.
  2. Glýkólsýra sem vinnur djúpt í húðina, örvar frumuendurnýjun og gefur milda slípun. Night Reboot frá YSL inniheldur milda 3,4% sýru sem má nota á hverju kvöldi.
  3. Varakrem sem bæði mýkir og gefur vörunum fyllingu.
  4. Nærandi næturkrem. Confidence in Your Beauty Sleep frá IT Cosmetics nærir húðina en ekki koddann. Kremið gengur vel inn í húðina og losar um eiturefni og þrotauppsöfnun.
  5. Augnkrem sem dregur úr þrota og róar augnsvæði.

Extra dekur:

  1. Hreinsandi maski sem róar og rakafyllir. Rose Sorbet Cryo-mask frá Lancôme inniheldur salicylic-sýru sem dregur í sig húðfitu og óhreinindi og kemur jafnvægi á fituframleiðslu húðar. Notist 2x í viku í 5 mínútur.
  2. Rakamaski sem dregur úr þrota og jafnar áferð. Génifique-maski fyrir andlit og augnsvæði frá Lancôme gefur öflugan raka, ljóma og fyllingu. Notist 2x í viku.

Þetta er hörkuvinna eins og sjá má en vel þess virði! Munið að hreinsa og næra háls, bringu og handarbök líka.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál