„Við seldum ítrekað upp allan lager fyrirtækisins“

Valgeir Magnússon, framkvæmdastjóri PIPAR/TBWA.
Valgeir Magnússon, framkvæmdastjóri PIPAR/TBWA.

Pipar\TBWA og The Engine unnu til verðlauna á European Search Awards fyrir bestu leitarherferð í flokki tískuvöru fyrir norska ullarfataframleiðandann Lanullva.

„Þegar við hófum að vinna fyrir þennan viðskiptavin þá voru þau til í allar breytingar sem við lögðum til. Við endurhönnuðum útlit fyrirtækisins í heild sinni, alveg frá vörunni sjálfri, prjónamunstrum og yfir í að bæta notendaupplifun á vefnum þeirra. Það tókst mjög vel og var þetta með fyrstu viðskiptavinum sem við tókum frá a - ö í Noregi,” segir Ísak Winther hönnunar- og hugmyndastjóri Pipar\TBWA í Osló.

Pipar\TBWA keypti rekstur auglýsingastofu í Osló síðasta sumar í miðjum heimsfaraldri og breytti nafni þeirrar stofu í Pipar\TBWA og rekur nú bæði stofu í Reykjavík og í Osló undir sama vörumerkinu.

Vildu stækka heimamarkaðinn

„Lanullva.com vildi stækka heimamarkað sinn í Noregi. Við mótuðum markaðsstefnu sem skilaði fyrirtækinu miklum árangri – vitund og sýnileiki jukust, viðskipti margfölduðust og viðskiptavinahópurinn stækkaði verulega. Vandamálin sem við vorum mest að glýma við á meðan herferðirnar stóðu yfir var vöruskortur. Við seldum ítrekað upp allan lager fyrirtækisins. Það er skemmtilegt vandamál," segir Haukur Jarl Kristjánsson, yfirmaður stafrænna herferða hjá Pipar\TBWA og The Engine.

„Þessi verðlaun og sá árangur sem við höfum náð með Lanullva er dæmi um hversu öflugt er að samnýta stofuna á Íslandi og í Noregi. Það var erfitt að opna stofu í öðru landi í miðjum heimsfaraldri en á sama tíma voru allir svo tilbúnir í fjarvinnu að á suman hátt var mjög gott að vera að þessu á þessum tíma. Mikið af vinnunni fyrir Lanullva var unnin á Íslandi en hluti af teyminu var staddur í Osló og það skipti engu máli. Árangurinn varð frábær og nú höfum við sett okkur ný markmið til að ná með þessum viðskitpavini,“ segir Valgeir Magnússon, framkvæmdastjóri Pipar\TBWA í Osló.

Norski ullarfataframleiðandann Lanullva blés til sóknar í veirunni.
Norski ullarfataframleiðandann Lanullva blés til sóknar í veirunni.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál