Brúðarkjóll Meghan sá vinsælasti

Brúðarkjóll Meghan hertogaynju er sá sem er mest leitað að …
Brúðarkjóll Meghan hertogaynju er sá sem er mest leitað að á netinu. AFP

Brúðarkjóll Meghan hertogaynju af Sussex er vinsælasti brúðarkjóll sögunnar samkvæmt rannsókn Find Me A Gift. Oftar hafði verið leitað að kjólnum sem hún klæddist þegar hún gekk að eiga Harry Bretaprins árið 2018 en kjól Katrínar hertogaynju af Cambridge. Kjóll Meghan hertogaynju var hannaður af Clare Waight Keller hjá Givenchy.  

Samkvæmt Tatler er leitað að brúðarkjól Meghan að meðalatali 21.900 sinnum í mánuði í Bretlandi. Leitað er að brúðarkjól Katrínar, sem hún klæddist þegar hún gekk að eiga Vilhjálm Bretaprins árið 2011, að meðaltali 21.500 sinnum í mánuði. Kjól Katrínar hannaði Sarah Burton fyrir Alexander McQueen.

Kjólinn hannaði Clare Waight Keller hjá Givenchy.
Kjólinn hannaði Clare Waight Keller hjá Givenchy. AFP

Þriðji vinsælasti brúðarkjóll áratugarins er kjóll Hailey Bieber sem hún klæddist þegar hún gekk að eiga kanadíska tónlistarmanninn Justin Bieber árið 2019. Að meðaltali er leitað að honum 5.800 sinnum á mánuði. Kjólinn hannaði Virgil Abloh.

Kjóll Katrínar var hannaður af Söruh Burton fyrir Alexander McQueen.
Kjóll Katrínar var hannaður af Söruh Burton fyrir Alexander McQueen. LEON NEAL

Kjóll Ariönu Grande sem hún klæddist í brúðkaupi sínu og Daltons Gomez fyrr á þessu ári lenti í fjórða sæti. Leitað er að honum að meðaltali 2.400 sinnum í mánuði. Vera Wang hannaði kjólinn.

Kjóllinn var hannaður af Virgil Abloh.
Kjóllinn var hannaður af Virgil Abloh. Skjáskot/Instagram
Brúðarkjól Ariönu Grande hannaði Vera Wang.
Brúðarkjól Ariönu Grande hannaði Vera Wang. Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál