Endurskrifaði reglur rauða dregilsins

Kim Kardashian á Met Gala í gær.
Kim Kardashian á Met Gala í gær. AFP

Athafnakonan Kim Kardashian vakti athygli á Met Galakvöldinu sem fór fram á Metropolitan listasafninu í New York borg í gærkvöldi. Klæddist Kardashian svörtum klæðum frá Balenciaga frá toppi til táar, hér er átt við bókstaflega þar sem hún huldi andlit sitt svo aðeins sítt tagl hennar stóð út úr. 

Með henni á hátíðina kom hönnuðurinn Demna Gvasalia sem hannaði klæði hennar. 

Klæðin eru í anda þeirra klæða sem Kardashian hefur klæðst undanfarið, en í hlustunarpartí fyrrverandi eiginmanns síns, Kanye West, klæddist hún sambærilegri múnderingu. Þá klæddist hún leðurútgáfu af klæðunum nýlega. Klæðin eru án efa í anda Wests og nýjustu plötu hans Donda.

Kardashian ætíð á meðal gesta á Met Gala og vekur yfirleitt athygli, á síðustu hátíð, árið 2019, vakti kjóll hennar mikla athygli. Stíll Kardashian á síðustu Met Gala hátíðum hefur meira snúist um að sýna sem mest, en nú sýndi hún sem minnst. 

Klæðnaðurinn þykir í anda Kanye West.
Klæðnaðurinn þykir í anda Kanye West. AFP
Aðeins hár hennar sást í búningnum.
Aðeins hár hennar sást í búningnum. AFP
AFP
mbl.is