Ný heildarmynd með 50 þúsund króna jakka

Katrín hertogaynjga af Cambridge í dökkbláum buxum og ljósum jakka.
Katrín hertogaynjga af Cambridge í dökkbláum buxum og ljósum jakka. AFP

Katrín hertogaynja af Cambridge klæddist dökkbláum útvíðum buxum og ljósum jakka þegar hún heimsótti bresku flugstöðina, Brize Norton, í gær. 

Dressið minnti töluvert á áttunda áratuginn og var jafnvel þannig að Díana prinsessa heitin hefði getað klæðst því. Það vantaði bara perlufesti um hálsinn þá hefði hún verið nauðalík Díönu. 

Ljósi jakkinn sem hún klæddist er frá breska merkinu Reiss. Það er vinsælt hjá konum um allan heim því hægt er að kaupa fatnað frá þeim á netinu. Jakkin góði minnir dálítið á Balmain jakkann sem hefur verið vinsæll hjá konum í efri lögum samfélagsins. Íslenska viðskiptakonan Rannveig Rist hefur sést í slíkum jakka eins og kom fram á Smartlandi í fyrra. 

Til þess að gera heildarmyndina ennþá glæsilegri var Katrín hertogaynja í ljósum bol innanundir sem er í sama lit og jakkinn. Ef þið viljið uppfæra stílinn fyrir haustið þá má vel mæla með slíkri fatasamsetningu. Við hér á landinu smarta mælum einnig heilshugar með útvíðum vinnubuxum við háa hæla! 

Katrín hertogaynja af Cambridge.
Katrín hertogaynja af Cambridge. STEVE PARSONS
STEVE PARSONS
STEVE PARSONS
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál