Þetta er jakki viðskiptakonunnar

Rannveig Rist klæddist jakka frá Balmain þegar hún prýddi forsíðu …
Rannveig Rist klæddist jakka frá Balmain þegar hún prýddi forsíðu Sunnudagsmoggans á dögunum. mbl.is/Rax / Ragnar Axelsson

Franska tískuhúsið Balmain var stofnað af Pierre Balmain árið 1945. Síðan þá hefur tískuhúsið vaxið og dafnað.

Í vorlínunni er að finna blaserjakka með gulltölum sem kemur í nokkrum litum. Jakkinn er ákaflega klæðilegur en hann beinir athyglinni að mittislínunni sem er römmuð inn með réttu sniði og gulltölum.

Hægt er að fá buxur við jakkann og minna þær mikið á buxur níunda áratugarins þegar enginn var maður með mönnum nema skarta veglegum fellingum framan á buxunum. Það sem er áhugavert við þennan Balmain-jakka er að viðskiptakonur eru sjúkar í hann. Þær nota hann gjarnan við gallabuxur og skyrtu og sleppa buxum níunda áratugarins. Hægt er að fá svipaða jakka frá tískukeðjum sem selja fjöldaframleiddan fatnað.

Á dögunum prýddi Rannveig Rist forsíðu Sunnudagsmoggans og klæddist hún slíkum jakka í myndatökunni. 

Jakkinn kemur í nokkrum litum eins og hvítum, svörtum, dökkbláum …
Jakkinn kemur í nokkrum litum eins og hvítum, svörtum, dökkbláum og hermannagrænum.
Ef þú vilt vera mjög tíundaáratugsleg þá færðu þér buxur …
Ef þú vilt vera mjög tíundaáratugsleg þá færðu þér buxur í stíl.
Jakkinn er fallegur svartur. Hann er mjög aðsniðinn í mittið …
Jakkinn er fallegur svartur. Hann er mjög aðsniðinn í mittið og svo ramma gulltölurnar inn mittið og gerir línurnar kvenlegri.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál