Taglið kostaði 1,2 milljónir

Taglið sem Kim Kardashian var með á Met Gala kostaði …
Taglið sem Kim Kardashian var með á Met Gala kostaði 1,2 milljónir króna. AFP

Taglið sem fyrrverandi raunveruleikastjarnan Kim Kardashian var með á Met Gala í byrjun september kostaði 10 þúsund bandaríkjadali eða um 1,2 milljónir íslenskra króna. Kardashian vakti mikla athygli á galakvöldinu þar sem hún skartaði svörtum alklæðnaði sem huldi einnig andlit hennar. 

Við svarta alklæðnaðinn frá Balenciaga var hún með 190 sentímetra langt tagl sem var það eina sem sást fyrir utan klæðin. Lengdin á taglinu útskýrir kostnaðinn en því lengra sem hárið er, því dýrara er það. 

Taglið er 190 sentímetrar að lengd.
Taglið er 190 sentímetrar að lengd. AFP
Kim Kardashian í Balenciaga.
Kim Kardashian í Balenciaga. AFP
mbl.is