Jólagjöfin fyrir hefðarköttinn í nærumhverfinu

Leikkonan og söngkonan, Marion Cottilard, er andlit hátíðalínunnar frá CHANEL.
Leikkonan og söngkonan, Marion Cottilard, er andlit hátíðalínunnar frá CHANEL.

Einn frægasti ilmur allra tíma, CHANEL N°5, fagnar 100 ára afmæli í ár. Gabrielle Chanel stofnaði tískuhúsið 1910 þegar hún opnaði verslun við 160 Boulevard Malesherbes í París ásamt Étienne Balsan. 

Chanel dýrkaði góða stemningu og lagði mikið upp úr því að næra öll skynfærin  ekki bara fegurðarskynið. 

Eftir mikla rannsóknarvinnu fann hún réttu samsetninguna og ilmurinn, CHANEL N°5, leit dagsins ljós. Hún vildi búa til ilm sem hún gæti úðað um allt, bæði á sjálfa sig og samferðafólk sitt. Þegar vel lá á henni úðaði hún ilminum á viðinn sem hún brenndi í arninum í íbúð sinni við 31 Rue Cambon í París. 

Í tilefni af 100 ára afmæli ilmsins hefur tískuhúsið CHANEL komið afmælisilmi á markað sem er í táknrænum hvítum umbúðum. Þær eru með upphleyptu lukkunúmeri Gabrielle Chanel sem var tölustafurinn 5. Hver flaska er svo innsigluð með tvöföldum C-stimpli sem er vísun í Chanel sjálfa.

Ef þig vantar hina fullkomnu jólagjöf fyrir hefðarköttinn í nærumhverfi þínu þá er þessi klassíski ilmur án efa málið.

mbl.is