„Skór og töskur er minn helsti veikleiki“

Katrín Garðasdóttir er með fallegan og kvenlegan stíl.
Katrín Garðasdóttir er með fallegan og kvenlegan stíl. mbl.is/Árni Sæberg

Katrín Garðars­dótt­ir, aðstoðar­versl­un­ar­stjóri Hjá Hrafn­hildi og eig­andi golffata­versl­un­ar­inn­ar Golfa.is, er með klass­ísk­an og kven­leg­an fata­stíl. Katrín ákvað að stofna golffata­versl­un fyr­ir kon­ur síðastliðið haust þar sem henni fannst úr­valið af fal­leg­um golffatnaði mega vera betra. 

Skór og tösk­ur eru minn helsti veik­leiki, einnig mætti segja að kjól­ar séu í upp­á­haldi enda var bók­in um prins­ess­una sem átti 365 kjóla ein af mín­um upp­á­halds­bók­um sem barn. Ég segi nú ekki að ég eigi svo marga kjóla en jú þeir eru nokkr­ir,“ seg­ir Katrín þegar hún er spurð fyr­ir hverju hún falli oft­ast.

Áttu þér upp­á­halds­merki eða -hönnuð?

„Ég hef alltaf verið hrif­in af fal­leg­um kven­leg­um kjól­um og drögt­um. Escada er til dæm­is of­ur­fallegt og el­eg­ant merki. Ég keypti til dæm­is í haust fal­leg­an kjól frá þeim og bíð eft­ir tæki­færi til að nota hann.“

Katrín á fallega og kvenlega muni.
Katrín á fallega og kvenlega muni. mbl.is/Árni Sæberg

Hvað finnst þér setja punkt­inn yfir i-ið þegar þú ger­ir þig til?

„Taska og skór, ekki verra ef settið er sam­stætt. Ég á voða erfitt með að vera ósam­stæð, er svo mik­il meyja.“

Hvað er í upp­á­haldi í fata­skápn­um þínum?

„Nokk­ur pör af dá­sam­leg­um skóm og nokkr­ar tösk­ur sem ég horfi stund­um á en nota ekki oft.“

Katrín á gott safn af flottum skóm og töskum.
Katrín á gott safn af flottum skóm og töskum. mbl.is/Árni Sæberg

Bestu kaup sem þú hef­ur gert?

„Ein bestu kaup sem ég hef gert eru Stenströms-jakkapeys­urn­ar, ég verð ekki leið á þeim. Þær eru dæmi um klass­ísk­ar og tíma­laus­ar flík­ur. Tösk­urn­ar mín­ar eru líka klass­ísk­ar og gætu flokk­ast und­ir góð kaup.“

Katrín stofnaði ný­verið golffata­versl­un­ina Golfa.is. Hún fékk hug­mynd­ina síðastliðið haust þegar hún var í golf­ferð með mann­in­um sín­um.

„Mér hafði lengi fund­ist eins­leitt úr­valið heima á golffatnaði og jafn­vel sömu merk­in til sölu í nokkr­um versl­un­um. Ég rakst svo á eitt merkið sem ég er með, Tail Acti­vewe­ar, í versl­un á golf­velli. Ég sendi fyr­ir­spurn og kynnti mig og fékk svar næsta dag. Í nokkra daga gengu svo tölvu­póst­ar á milli mín og umboðsmanns þar til að því kom að ég sagði við mann­inn minn að ég þyrfti að taka ákvörðun um að stökkva í laug­ina, sem ég gerði. Á sama tíma gafst mér tæki­færi til að taka inn Golft­ini og Belyn Key og nú voru að bæt­ast við virki­lega vandaðar mer­ínóullarpeys­ur frá Bir­die London. Það er gam­an að segja frá því að flest þess­ara merkja eru hönnuð af kon­um sem fannst eitt­hvað vanta á golf­markaðinn fyr­ir kon­ur. Fljót­lega munu flott golf­belti verða í boði hjá golfa.is.“

Fallegir skór setja punktinn yfir i-ið.
Fallegir skór setja punktinn yfir i-ið. mbl.is/Árni Sæberg

„Þrátt fyr­ir að vera í nán­ast fullu starfi þá langaði mig að prófa að bæta við mig þessu kon­septi. Það fer bara vel með starfi mínu enda er Golfa.is eins og fyrr seg­ir vef­versl­un,“ seg­ir Katrín. Þrátt fyr­ir að versl­un­in sé vef­versl­un býr hún vel og er með huggu­lega aðstöðu í bíl­skúrn­um þar sem hún get­ur tekið á móti viðskipta­vin­um.

Golffatnaður skipt­ir marga miklu máli og þá er ekki bara talað um þæg­ind­in held­ur líka út­litið. „Golffatnaður þarf að vera þægi­leg­ur. Flest golf­föt eru úr pó­lýest­erefn­um með spand­exi sem ger­ir föt­in teygj­an­leg og gott að hreyfa sig í. Svo skipt­ir út­litið flesta golfara máli því að golffatnaður er líka tísku­vara. Marg­ir golfar­ar spara ekki við sig þegar kem­ur að fatnaði og græj­um. Spil­ar maður ekki bet­ur ef manni líður vel í flott­um og þægi­leg­um fatnaði? Heild­arpakk­inn skipt­ir máli, þú berð þig bet­ur ef þú ert ánægð með þig.“

Útlitið skiptir líka máli í golfinu.
Útlitið skiptir líka máli í golfinu. mbl.is/Árni Sæberg

Hef­ur þú mætt í galla­bux­um út á völl?

„Ég myndi aldrei mæta í öðru en golffatnaði út á völl. Meira að segja ef ég er áhorf­andi á mót­um finnst mér eitt­hvað skrítið við að vera í galla­bux­um í þessu um­hverfi. Ég er „all in“ hvað það varðar.“

Katrín hefur aldrei mætt í gallabuxum út á golfvöll.
Katrín hefur aldrei mætt í gallabuxum út á golfvöll. mbl.is/Árni Sæberg
Katrín elskar golf og ákvað að stofna eigin golffataverslun fyrir …
Katrín elskar golf og ákvað að stofna eigin golffataverslun fyrir konur. mbl.is/Árni Sæberg

Mesta tísku­slysið þitt?

„Ég reyni að forðast slysa­gildr­urn­ar en ef ég dett í þær reyni ég að losa mig við slys­in, það vant­ar alltaf pláss í skáp­inn. Ég er yf­ir­leitt ekki fljót­fær í fata­kaup­um.“

Áttu þér tísku­fyr­ir­mynd?

„Amma mín var alltaf svo fal­lega klædd og fylgd­ist með tísk­unni alla tíð, hún bjó í miðbæn­um og fór reglu­lega og skoðaði í búðirn­ar á Lauga­veg­in­um. Hún var líka svo flink að sauma og kenndi mér að horfa á frá­gang og gæði í fatnaði.“

Hvað er á óskalist­an­um fyr­ir vorið?

„Nú eru hæg heima­tök­in í golffatnaði, ég gæti al­veg hugsað mér að fá mér flott­ar hvít­ar golf­bux­ur og peysu í stíl. Og fyr­ir þá daga sem verða ekki á golf­vell­in­um væri fínt að fá sér nýj­ar galla­bux­ur, striga­skó og já eins og einn sum­ar­leg­an kjól, þá er ég til­bú­in í sum­arið.“

Svkísulegur golffatnaður.
Svkísulegur golffatnaður. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál