Gefur út fatalínu með Gucci

Tónlistarmaðurinn Harry Styles.
Tónlistarmaðurinn Harry Styles. Skjáskot/Instagram

Tónlistarmaðurinn Harry Styles hefur lengi verið mikill aðdáandi ítalska tískuhússins Gucci. Nú hafa þeir Styles og Alessandro Michele, yfirhönnuður Gucci, tekið höndum saman. Ný lína, Gucci Ha Ha Ha, er væntanleg frá þeim í október.

Nafnið á línunni er samsett úr upphafsstöfum í nafni Styles og Micheles, sem er táknrænt fyrir hlæjandi lyndistákn (e. emoji) sem þeir hafa notað í samtölum sín á milli síðustu ár. 

View this post on Instagram

A post shared by @gucci

„Hann hefur ótrúlega tískuhæfileika. Hann er heltekinn af fötum,“ sagði Michele í samtali við Women's Wear Daily. „Hann gæti auðveldlega verið stílisti eða hönnuður og er mjög frjálslegur fulltrúi þessarar nýju kynslóðar sem hefur áhuga á svo mörgu.“

Línan er blanda af persónulegum stíl þeirra beggja og stíl áttunda áratugarins. Michele lýsir línunni sem „útliti Drottins sem breytist í rokkstjörnu.“

mbl.is