Mætti í náttkjól og latexhönskum

Jodie Turner-Smith naut sín vel á rauða dreglinum í Feneyjum.
Jodie Turner-Smith naut sín vel á rauða dreglinum í Feneyjum. AFP

Breska leikkonan Jodie Turner-Smith vakti athygli á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum þegar hún mætti í blúndunáttkjól og uppháum latexhönskum. Þá var hún einnig í hvítum stígvélum sem náðu upp á læri.

Turner-Smith hefur verið óhrædd við að feta nýjar og djarfar slóðir í klæðnaði við hátíðleg tækifæri en hún var til að mynda á allra vörum eftir að hún mætti í skærgulum kjól kasólétt.

Það var hins vegar buxnadragtin sem virtist eiga upp á pallborðið hjá konum í ár eins og myndirnar sanna.

Jodie Turner-Smith þótti djörf í klæðavali.
Jodie Turner-Smith þótti djörf í klæðavali. AFP
Aðrir gestir hátíðarinnar voru látlausari í klæðavali en breska leikkonan …
Aðrir gestir hátíðarinnar voru látlausari í klæðavali en breska leikkonan Julianne Moore mætti í hvítri buxnadragt. AFP
Buxnadragtir voru vinsælar en þýska leikkonan Nina Hoss bar dragtina …
Buxnadragtir voru vinsælar en þýska leikkonan Nina Hoss bar dragtina vel með bindi og sólgleraugu. AFP
Bandaríska leikkonan Greta Gerwig er í svartri buxnadragt.
Bandaríska leikkonan Greta Gerwig er í svartri buxnadragt. AFP
Breska leikkonan Raffey Cassidy var í afar smekklegum kjól.
Breska leikkonan Raffey Cassidy var í afar smekklegum kjól. AFP
Franska leikkonan Catherine Deneuve var líka í buxum líkt og …
Franska leikkonan Catherine Deneuve var líka í buxum líkt og margar aðrar leikkonur á svæðinu. AFP
Jodie Turner-Smith hefur leikið í Nightflyers, The Last Ship og …
Jodie Turner-Smith hefur leikið í Nightflyers, The Last Ship og Queen & Slim. Hún er gift Joshua Jackson sem lék í Dawsons Creek og The Affair. Skjáskot/Instagram
Jodie Turner-Smith á Cannes.
Jodie Turner-Smith á Cannes. AFP
mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál