Mælir ekki með bótoxi

Jamie Lee Curtis.
Jamie Lee Curtis. AFP

Leikkonan Jamie Lee Curtis hvetur fólk til að fagna aldrinum og sleppa því að fara í fegrunaraðgerðir og fá sér bótox. Sjálf segist hún hafa prófað það og mælir ekki með. 

Curtis lýsir sjálfri sér sem stuðningsmanneskju þess að eldast og segir sínum eigin dætrum að forðast það að láta gera eitthvað við andlit sín. 

„Ég hef farið í lýtaaðgerð. Ég lét sprauta bótoxi í andlitið. Lætur bótox stóru hrukkuna hverfa? Já. En síðan lítur maður út eins og plastdúkka,“ sagði Curtist í viðtali við Today. 

„Prófið að ganga mílu í skónnum mínum. Ég er búin að þessu. Það virkaði ekki. Og núna finnst mér fólk bara vera einbeita sér að þessu í lífi sínu,“ sagði Curtis og bætti við að hún segði frekar börnum sínum að hugsa hvað þau geti gert til að hjálpa öðru fólki. 

„Hamingjan er flókið orð því lífið er sársaukafullt. Ég vil að þau upplifi sig sátt. Ég vil að það sem þau geri skipti máli, það sem þau geri hafi eitthvað vægi,“ sagði Curtis.

Curtis vill að börnin hennar geri eitthvað sem færi þeim …
Curtis vill að börnin hennar geri eitthvað sem færi þeim fyllingu og skipti máli. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál