Ástæðan fyrir tungusleikunum

Kourtney Kardashian og Travis Barker fara alltaf í tungusleik þegar …
Kourtney Kardashian og Travis Barker fara alltaf í tungusleik þegar þau eru mynduð á viðburðum. AFP

Raunveruleikastjarnan Kourtney Kardashian og eiginmaður hennar, tónlistarmaðurinn Travis Barker, eru þekkt fyrir að fara í einkennilegan sleik þegar þau stilla sér upp fyrir ljósmyndara á viðburðum. Parið notar tunguna bara til þess að tjá ást sína, en ástæðan fyrir því er einföld. 

„Ég vil ekki að hann verði allur út í varalit og ég vil ekki eyðileggja varalitinn minn, en við viljum heldur ekki sleppa því að kyssast. Þess vegna kyssumstt við með tungunni,“ sagði Kardashian í nýjasta þætti raunveruleikaþáttanna The Kardashians. 

„Svona kyssumst við, þetta er ástæðan fyrir því,“ sagði Kardashian. 

Kardashian og Barker gengu í það heilaga fyrr á þessu ári. 

Ástæðan er einföld, Kardashian vill ekki skemma varalitinn.
Ástæðan er einföld, Kardashian vill ekki skemma varalitinn. AFP
mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda.

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum lesenda