„Við erum fyrst og fremst ánægð og stolt“

Fannar Páll Aðalsteinsson markaðsstjóri 66°Norður.
Fannar Páll Aðalsteinsson markaðsstjóri 66°Norður. mbl.is/Árni Sæberg

Breska verslunin END Clothing hóf í dag sölu á fatnaði frá íslenska fataframleiðandanum 66°Norður. END er leiðandi verslun í heiminum þegar kemur að götutísku og tæknilegum hversdagsfatnaði. Þar er því hægt að finna mikið úrval og skemmtilega samsetningu af öllum fremstu vörumerkjum á sínum sviðum. 

Stærsti hluti viðskipta END kemur í gegnum vefverslun fyrirtækisins en að auki rekur fyrirtækið verslanir í Newcastle, Manchester, London og mun á næstunni opna verslun í Mílanó. Vörur 66°Norður verða fáanlegar í vefverslun sem og í London og Newcastle. Christiaan Ashworth og John Douglas Parker stofnuðu END Clothing árið 2005 og hefur merkið verið gríðarlega vinsælt. Flaggskip verslana END er 8.500 fermetra verslun í Broadwick Street í Soho í London sem opnaði 2018. END er með á þriðja milljón fylgjenda á Instagram.

„Við erum fyrst og fremst ánægð og stolt að vörur okkar að verslun eins og END Clothing sé farin að selja vörur okkar. Þetta er viðurkenning fyrir íslenska hönnun og 66°Norður,“ segir Fannar Páll Aðalsteinsson, markaðsstjóri 66°Norður.

66°Norður er heldur betur að hasla sér völl í Bretlandi. Fyrirtækið er með Pop-up verslun í Soho sem hefur vakið mikla athygli og verið vinsæl að sögn Fannars. Þá mun fyrirtækið opna stóra og glæsilega verslun í einni fjölförnustu götu London, Regent Street, í næstu viku. Verslunin í Regent Street verður flaggskip verslana 66°Norður. Fyrirtækið rekur einnig tvær verslanir í Kaupmannahöfn.

mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda.

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum lesenda