Haustpeysa Prins Póló komin í verslanir

Haustpeysa Prins Póló er komin út.
Haustpeysa Prins Póló er komin út.

Haustpeysan í ár er flíspeysa, hönnuð af tónlistarmanninum og hönnuðinum Svavari Pétri Eysteinssyni, Prins Póló, í samstarfi við 66°Norður og Havarí. Auk peysunnar er hægt að fá hlýja kórónu sem lýsir sannarlega upp skammdegið.

Samhliða þessu góssi kemur út Haustpeysulagið 2022, Ég er klár. Lagið er eftir Svavar Pétur en textinn eftir Skarphéðinn Bergþóruson. Lagið er sungið af Valdimar Guðmundssyni, Prins Póló og Hirðinni. Hirðin tók að sér að klára verkefnið eftir að Svavar Pétur lést í lok september. Ágóði af sölu peysunnar rennur til Krafts, styrktarfélags ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og minningarsjóðs Prins Póló. Peysan verður seld í verslunum 66°Norður, á Laugavegi, í Faxafeni og í netverslun.

Saga Haustpeysunnar hófst fyrir um 10 árum og þá í formi viðburðar sem Svavar Pétur hélt á Óðinstorgi. Innblásinn af einni af sinni uppáhaldshljómsveitum, Yo La Tengo og laginu Autumn Sweater, bjó hann til Facebook-viðburð með nokkurra klukkutíma fyrirvara sem snerist um að fá fólk til að mæta á torgið í sinni uppáhalds haustpeysu. Um 10 mættu í fallegum haustpeysum og gáfu hvert öðru fimmu.

Þessi fallega stund sat í Prinsinum sem ákvað að endurvekja Haustpeysuna árið 2021. Eins og hans var von og vísa þurfti aðeins að bæta í og hannaði hann sína eigin haustpeysu í samstarfi við fatahönnuðinn Sigrúnu Höllu Unnarsdóttur. Peysan var seld í takmörkuðu upplagi og framleidd af prjónaverksmiðjunni Glófa. Haustpeysulagið í fyrra var falleg ábreiða af laginu Autumn Sweater í flutningi Björns Kristjánssonar, Borko.

Eins og í fyrra, verður Haustpeysufögnuðurinn haldinn á Fjölskyldukaffihúsinu Dal í Laugardal, sunnudaginn 11. desember og eru öll hvött til að mæta í sinni fegurstu haustpeysu.

Hirðin tók að sér að klára verkefnið eftir að Svavar …
Hirðin tók að sér að klára verkefnið eftir að Svavar Pétur lést í lok september.
mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda.

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum lesenda