Enn og aftur í sama kjólnum

Cate Blanchett í kjólnum nú um helgina (t.v.), árið 2018 …
Cate Blanchett í kjólnum nú um helgina (t.v.), árið 2018 á efri myndinni og árið 2014 á neðri myndinni. Samsett mynd

Leikkonan Cate Blanchett er mögulega sú grænasta þegar kemur að tísku í Hollywood. Á Screen Actors Guild-verðlaunahátíðinni á sunnudag klæddist hún Armani Privé-kjól sem hún hefur notað að minnsta kosti tvisvar sinnum áður. 

Að þessu sinni hressti hún verulega upp á kjólinn og bætti við pallíettum á neðri hluta kjólsins. Þá er hann einnig aðsniðnari en áður og fellur betur að fótleggjum hennar. 

Armani-kjólnum klæddist hún fyrst á Golden Globe-verðlaunahátíðinni árið 2014. Síðan klæddist hún kjólnum á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Og nú á SAG-verðlaunahátíðinni.

Nú er kjóllinn aðsniðnari.
Nú er kjóllinn aðsniðnari. AFP
Á Golden Globe árið 2015
Á Golden Globe árið 2015 AFP/Kevin Winter
Í Cannes árið 2018.
Í Cannes árið 2018. AFP/Valery Hache
mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál