Leyfði gráu hárunum að njóta sín

Geislandi falleg.
Geislandi falleg. Samsett mynd

Bandaríska leikkonan Jennifer Aniston hefur ávallt vakið mikla athygli fyrir fallegt hár og það frá því hún sló í gegn í hinum vinsælu sjónvarpsþáttum Friends á sínum tíma. Aniston birti myndband á instagramsíðu LolaVie. Um er að ræða hárvörur sem leikkonan kom á markað árið 2021, en þar sést hún kynna nýjustu vöru LolaVie, léttförðuð, náttúruleg og leyfir gráu hárunum að njóta sín. 

Í myndbandinu sést Aniston kynna nýjustu hársnyrtivöruna, Intensive Repair Treatment, og gefur fylgjendum vörumerkisins góð ráð um hvernig nota eigi vöruna. 

Aniston hefur ávallt verið mjög áhugasöm um hárumhirðu og setti LolaVie á markað árið 2021 og hafa vörurnar hlotið fjölmargar viðurkenningar fyrir gæði. Í viðtali við People í mars á þessu ári sagði Aniston að sér hefði aldrei tekist að koma vörunum á markað án aðstoðar og stuðnings góðra vina. 

„Í hvert sinn sem við hjá LolaVie fengum nýjar formúlur lét ég vini míni prófa þær. Þeir eru með mismunandi hártegundir og það var því mjög ánægjulegt og hjálplegt að fá viðbrögð frá þeim.“ Hún upplýsti einnig í viðtali við InStyle að góðvinur sinn, Jason Bateman, væri „hugfanginn“ af LolaVie. „Strákum finnst góðar hárvörur æðislegar.“

View this post on Instagram

A post shared by LolaVie (@lolavie)mbl.is
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Valgeir Magnússon
Valgeir Magnússon
Ásdís Ósk Valsdóttir
Ásdís Ósk Valsdóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál