Sandra aftur í Stjörnuna?

Sandra Sigurðardóttir
Sandra Sigurðardóttir Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Knattspyrnumarkvörðurinn Sandra Sigurðardóttir er komin aftur heim eftir skamma dvöl í atvinnumennsku hjá sænska úrvalsdeildarfélaginu Jitex. Sandra samdi við félagið í vetur og lék 7 deildarleiki með liðinu í sumar en ákvað að rifta samningi sínum vegna vangoldinna launa og vanefndra loforða af hálfu Jitex.

Forráðamenn félagsins eru ósáttir og hafa ekki viljað gera Söndru kleift að fá félagaskipti frá liðinu, en hún ætlar að ganga í raðir Stjörnunnar á ný þar sem hún lék í sex ár. Félagaskiptaglugginn lokar um mánaðamótin og því skammur tími til stefnu.

„Þeir stóðu bara ekki við gerða samninga svo ég tók mig til og fór. Ég talaði náttúrlega við lögfræðinga áður og hef alveg minn rétt en þeir eru reiðir og vilja ekki skrifa undir félagaskipti. KSÍ er að hjálpa mér við þetta og vonandi rætist úr þessu sem fyrst. Þetta er leiðindamál en ég er alveg bjartsýn. Ég krossa bara fingur og vona það besta,“ sagði Sandra sem á 6 A-landsleiki að baki fyrir Ísland.

Nánar er rætt við Söndru í átta síðna íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: