Guðjón Pétur bjargaði stigi fyrir Blika

Haraldur Freyr Guðmundsson fyrirliði Keflavíkur og lykilmaður í vörn liðsins.
Haraldur Freyr Guðmundsson fyrirliði Keflavíkur og lykilmaður í vörn liðsins. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Guðjón Pétur Lýðsson tryggði Breiðabliki 1:1-jafntefli gegn Keflavík í 3. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í kvöld með fallegu marki beint úr aukaspyrnu í þann mund sem flautað var til leiksloka.

Guðjón Pétur hefur þar með skorað í öllum þremur leikjum Blika hingað til. Þeir halda áfram þar sem frá var horfið í fyrra og hafa gert jafntefli í öllum leikjunum, en Keflavík fékk sitt fyrsta stig í kvöld. 

Það var lítt um fagurfræði framan af leik en strax í seinni hálfleik hófust læti þegar Sigurbergur Elísson skoraði huggulegt mark fyrir Keflvíkinga beint úr aukaspyrnu. Blikar náðu að koma boltanum tvisvar í netið hjá Keflvíkingum en í bæði skiptin voru þeir dæmdir rangstæðir. Það var fátt í loftinu sem benti til þess að Blikar myndu ná einhverju úr þessum leik en í uppbótartíma fengu þeir aukaspyrnu rétt utan teigs og Guðjón Pétur þakkaði fyrir sig og skoraði.  Blikar halda því áfram jafnteflisgöngu sinni en Keflvíkingar eru sárir að hafa ekki klárað dæmið og hirt stigin þrjú. 

Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is og fjallað verður um leikinn í íþróttablaði Morgunblaðsins í fyrramálið. Þá var að vanda fylgst með því sem ger­ist og teng­ist öllum leikjum kvöldsins í ÍSLENSKA BOLT­AN­UM Í BEINNI hér á mbl.is

Keflavík 1:1 Breiðablik opna loka
90. mín. Guðjón Pétur Lýðsson (Breiðablik) skorar +3 Skot úr aukaspyrnu. Síðasta hálmstrá Blika og glæsilegt mark.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert