Fram stal sigrinum í lokin

Einar Bjarni Ómarsson skoraði fyrir Fram í kvöld.
Einar Bjarni Ómarsson skoraði fyrir Fram í kvöld. mbl.is/Styrmir Kári

Fram lagði Þrótt að velli, 2:0, í Reykjavíkurmóti karla í knattspyrnu í kvöld, en leikið var í Egilshöll.

Bæði Fram og Þróttur töpuðu í fyrstu umferð mótsins en Fram tapaði fyrir Val 2:1 á meðan Þróttur steinlá fyrir Fjölni, 8:1.

Ekkert var skorað í fyrri hálfleiknum og það var ekki fyrr en um það bil stundarfjórðungur var eftir er Orri Gunnarsson kom Frömurum yfir. Einar Bjarni Ómarsson gulltryggði svo sigurinn undir lok leiksins.

Fram er því með 3 stig í 3. sæti B-riðils en liðið mætir Fjölni í hreinum úrslitaleik um sæti í undanúrslitum mótsins.

mbl.is