Ísland fellur um eitt sæti hjá FIFA

Ísland er í 22. sæti hjá FIFA:
Ísland er í 22. sæti hjá FIFA: mbl.is/Golli

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu fellur um eitt sæti á nýjum styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, sem gefinn var út í morgun. Ísland er í 22. sæti listans.

Íslenska liðið hefur hæst náð í 19. sæti síðasta sumar, en Ísland er nú á milli Úrúgvæ og Senegals á listanum. Ísland var lengi efst Norðurlanda en bæði Svíþjóð og Danmörk eru ofar. Báðar þjóðirnar fara upp um sjö sæti, Svíar eru í 18. sæti og Danir í 12. sæti.

Engin breyting er á efstu fimm þjóðunum þar sem Þýskaland er efst, Brasilía í öðru sæti og Portúgal í því þriðja.

mbl.is