Damir með nýjan samning við Blikana

Damir Muminovic, lengst til vinstri.
Damir Muminovic, lengst til vinstri. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Miðvörðurinn Damir Muminovic hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks en þetta kemur fram á vef stuðningsmanna félagsins, blikar.is.

Damir, sem er 27 ára gamall, kom til Breiðabliks árið 2014 frá Víkingi Ólafsvík. Hann hefur spilað 130 leiki með Kópavogsliðinu og hefur í þeim skorað 6 mörk en Damir hefur verið í stóru hlutverki með Blikaliðinu undanfarin ár.

Auk þess að spila með Breiðabliki og Víkingi Ólafsvík hefur Damir leikið með Leikni Reykjavík og HK í Kópavogi en hann er uppalinn hjá síðastnefnda félaginu og lék fyrst með því í úrvalsdeildinni árið 2008.

mbl.is