Landsliðskona verður í lyfjagjöf fyrir lífstíð

Sigríður Lára Garðarsdóttir.
Sigríður Lára Garðarsdóttir. mbl.is/Golli

Sigríður Lára Garðarsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, hefur greinst með liðagigt. Þessi 23 ára gamla Eyjakona er byrjuð í lyfjameðferð sem ætlunin er að taki 3 vikur, og er vongóð um að eftir það muni þessi sjúkdómur ekki hafa áhrif á knattspyrnuferilinn.

Sigríður Lára, sem lék 11 A-landsleiki á síðasta ári og þar á meðal tvo leiki á EM í Hollandi, gat vegna veikindanna ekki farið með íslenska landsliðinu til Spánar þar sem liðið mætti Noregi í vináttulandsleik í vikunni. Hún segist fyrst hafa farið að finna fyrir einkennum liðagigtarinnar í september á síðasta ári, og þau hafi svo aukist síðustu mánuði:

„Þetta lýsir sér þannig að það er stífleiki og miklar bólgur í liðum líkamans. Þetta var eiginlega komið í liði um allan líkama hjá mér; í mjöðminni, hnjám, höndum og svona. Ég var orðin svo slæm fyrir þessa ferð til Spánar að ég gat ekkert farið með,“ sagði Sigríður Lára, eða Sísí eins og hún er jafnan kölluð, við Morgunblaðið í gær.

„Ég er með mjög góðan lækni og er komin í lyfjameðferð. Fyrsta lyfjagjöfin var í gær [í fyrradag] og ég er bara ótrúlega góð eftir hana. Vonandi get ég bara farið aftur út á völlinn sem fyrst. Ég mun fara í lyfjagjöf vikulega núna næstu þrjár vikurnar, en svo skilst mér að ég þurfi að mæta í lyfjagjöf á átta vikna fresti eiginlega til æviloka, til að halda þessu niðri,“ sagði Sigríður Lára.

Nánar er rætt við Sigríði Láru í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »