Elín Metta og Guðrún Karítas sáu um KR

Crystal Thomas í baráttunni í leiknum í kvöld.
Crystal Thomas í baráttunni í leiknum í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Valur tók á móti KR í sjöttu umferð Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu í kvöld en leiknum lauk með 4:0 sigri heimakvenna. Fyrri hálfleikur var ekki mikið fyrir augað en liðin skiptust á að láta boltann ganga með mikilli þolinmæði á milli sín í varnarlínu og á miðsvæðinu.  Það var ekki fyrr en markamínútan rann upp að Crystal Thomas náði að sprengja upp varnarlínu Valsmanna og átti frábært skot sem Ingibjörg í marki KR varði út í teiginn. Þar var Elín Metta Jensen mætt eins og haukur, tók boltann og setti þéttingsfast í fjærhornið, 1:0 fyrir Valskonur rétt fyrir hálfleik.

Leikurinn var hnífjafn fyrstu tuttugu mínúturnar í seinni hálfleik en enn virtist vanta einhvern kraft í sóknirnar hjá báðum liðum. Þegar Guðrún Karítas Sigurðardóttir kom inn í stað Ásdísar Karenar á 76. mínútu gerðist eitthvað hjá Valsliðinu. Fyrst var það hún sjálf sem skoraði eftir frábæran undirbúning Málfríðar Önnu á 77. mínútu, 2:0. Fjórum mínútum seinna var Guðrún Karítas aftur á ferðinni með þrumuskoti af vítateigslínunni og staðan 3:0. Ótrúlega sterk innkoma hjá henni, og gerði mikið fyrir leik Valsmanna. Á sama tíma virtist KR aðeins missa dampinn eftir fínan varnarleik og ágætis spilkafla inn á milli.

Að lokum var það Elín Metta sem skoraði fjórða og síðasta mark leiksins eftir fínan undirbúning Stefaníu Ragnarsdóttur. Lokatölur leiksins 4:0 fyrir Val, á móti varnarsinnuðu liði KR kvenna. Valskon­ur er í þriðja sæti deild­ar­inn­ar með 15 stig, þrem­ur stig­um á eft­ir toppliði Breiðabliks en KR er á botn­in­um með 3 stig eft­ir fyrstu sex um­ferðirn­ar ásamt FH sem tapaði fyr­ir Breiðablik í kvöld.

Valur 4:0 KR opna loka
90. mín. Leikurinn er að fjara út krakkar.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert