Steindautt í Vesturbænum

Frá leiknum í dag.
Frá leiknum í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

KR og Fjölnir gerðu markalaust jafntefli í 16. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu á KR-velli i kvöld. KR er eftir leikinn með 24 stig í fjórða sæti en Fjölnir er í tíunda sæti með 15 stig.

Fyrri hálfleikur var litið fyrir augað. Fjölnismenn lágu til baka en sóknir þeirra voru mun hættulegri en KR-inga.

Heimamenn sköpuðu sér ekkert gott færi en fyrrverandi leikmaður KR, Almarr Ormarsson, hefði átt að skora fyrir Fjölni. Hann komst einn gegn Beiti Ólafssyni í marki KR eftir sendingu Ægis Jarls Jónassonar en virtist í litlu jafnvægi. Skotið var laust og beint á Beiti.

Seinni hálfleikur var jafnvel rólegri en sá fyrri. Hvorugt lið skapaði sér úrvalsfæri og markalaust jafntefli niðurstaðan, eitthvað sem gestirnir sætta sig líklega betur við í þeirri hörðu fallbaráttu sem þeir eru.

KR 0:0 Fjölnir opna loka
90. mín. Nú fer hver að verða síðastur ef við ætlum að fá mörk í þennan leik. Fátt sem bendir til þess eins og leikurinn spilast.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert