Fanndís náði stórum áfanga

Fanndís Friðriksdóttir er komin með 100 mörk í efstu deild.
Fanndís Friðriksdóttir er komin með 100 mörk í efstu deild. Ljósmynd/Þórir Ó. Tryggvason

Fanndís Friðriksdóttir landsliðskona í knattspyrnu bættist í dag í hóp þeirra leikmanna sem hafa skorað 100 mörk eða meira í efstu deild kvenna hér á landi.

Fanndís skoraði markið gegn sínum gömlu félögum í Breiðabliki á Hlíðarenda í dag þegar hún kom Valskonum í 3:0 á 56. mínútu.

Fanndís hafði fyrir þetta tímabil aðeins leikið með Breiðabliki í deildinni og skorað 97 mörk í 173 leikjum með Kópavogsliðinu.

Hún kom til liðs við Val í júlí, eftir að hafa leikið með Marseille í Frakklandi síðasta vetur, og hefur nú gert þrjú mörk í níu leikjum fyrir Valskonur.

Fanndís er þrettándi leikmaðurinn í sögu Íslandsmótsins sem skorar 100 mörk í efstu deild kvenna. Þessar þrettán eru eftirtaldar:

269 Olga Færseth
192 Margrét Lára Viðarsdóttir
181 Harpa Þorsteinsdóttir
154 Ásta B. Gunnlaugsdóttir
154 Helena Ólafsdóttir
148 Hrefna Jóhannesdóttir
138 Laufey Sigurðardóttir
135 Ásthildur Helgadóttir
120 Rakel Hönnudóttir
113 Hólmfríður Magnúsdóttir
109 Berglind Björg Þorvaldsdóttir
104 Kristín Ýr Bjarnadóttir
100 Fanndís Friðriksdóttir

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert