Opnar sig fyrir Tommadaginn (myndskeið)

Á morgun, 9. desember, verður Tommadagurinn haldinn í Egilshöll þar sem ætlunin er að safna fé til stuðnings Tómasar Inga Tómassonar og fjölskyldu. Meðal þess sem er á dagskrá er styrktarleikur þar sem valinkunnar kempur munu mætast.

Tómas Ingi, sem er yfirþjálf­ari yngri flokka Fylk­is og aðstoðarþjálf­ari U21-landsliðs Íslands, hef­ur ekki náð bata eft­ir að hann fékk gervimjöðm í árs­byrj­un 2015, og á þessu ári hef­ur hann varið yfir 200 dög­um inni á spít­ala. Hann bíður þess nú að kom­ast í aðgerð í Þýskalandi þar sem fjór­ar aðgerðir hér á landi hafa ekki skilað ár­angri.

Í meðfylgjandi myndskeiði fer Tómas yfir hvað hefur gengið á og talar opinskátt um hversu erfitt þetta hefur verið, bæði líkamlega og andlega. Fyrst var hann á móti því að koma á fót styrktarverkefni fyrir sig.

„Fyrsta svar var nei. Ég vildi ekki fara út með þetta og fá athygli á þetta. Ég vildi vinna sjálfur í mínum málum. En ég lét til leiðast, kyngdi stoltinu sem þarf stundum að gera. Sérstaklega í þessum aðstæðum. Þetta hefur fengið góða og jákvæða umfjöllun.

Það eru að koma saman strákar sem hafa ekki spilað fótbolta í mörg ár, bara til að gera daginn betri fyrir mig. Ég hlakka mikið til að sjá þá. Maður hefur verið lengi í boltanum og manni finnst að það sé verið að koma til baka til manns og segja: Þú ert ágætur gæi. Það eru allavega allir tilbúnir að koma í þetta verkefni. Maður hefur kannski snert einhverja strengi í gegnum þennan tíma,“ segir Tómas meðal annars í myndskeiðinu.

Þeim sem ekki kom­ast á Tomma­dag­inn en lang­ar að styrkja verk­efnið er bent á að hægt er að leggja inn á reikn­ing 528-14-300, kt. 0706694129.

Tómas Ingi Tómasson.
Tómas Ingi Tómasson. mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert