Sjö breytingar á byrjunarliði Íslands

Davíð Kristján Ólafsson spilar sinn fyrsta landsleik.
Davíð Kristján Ólafsson spilar sinn fyrsta landsleik. mbl/Arnþór Birkisson

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir Eistlandi í vináttuleik í Katar kl. 16:45 að íslenskum tíma. Erik Hamrén landsliðsþjálfari er búinn að opinbera byrjunarliðið og gerir hann sjö breytingar á liðinu frá 2:2-jafnteflinu við Svíþjóð á föstudag. 

Birkir Már Sævarsson, Hjörtur Hermannsson, Óttar Magnús Karlsson og Guðmundur Þórarinsson halda sæti sínu í byrjunarliðinu. Ingvar Jónsson kemur í markið í stað Frederiks Schram og Davíð Kristján Ólafsson spilar sinn fyrsta landsleik. 

Hinn 19 ára gamli Kolbeinn Birgir Finnsson fær m.a. tækifæri til að sýna sig og sanna. Kolbeinn kom inn á sem varamaður gegn Svíþjóð. Jón Dagur Þorsteinsson skoraði jöfnunarmarkið gegn Svíþjóð og er hann verðlaunaður með sæti í byrjunarliðinu. 

Byrjunarlið Íslands: 
Ingvar Jónsson
Birkir Már Sævarsson
Hjörtur Hermannsson
Axel Óskar Andrésson
Davíð Kristján Ólafsson
Kolbeinn Birgir Finnsson
Aron Elís Þrándarson
Guðmundur Þórarinsson
Jón Dagur Þorsteinsson
Hilmar Árni Halldórsson
Óttar Magnús Karlsson

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert