Eistneskur landsliðsmaður í Fylki

Fylkisvöllurinn verður heimavöllur Tristan Koskor.
Fylkisvöllurinn verður heimavöllur Tristan Koskor. mbl.is/Kristinn Magnússon

Knattspyrnudeild Fylkis gekk í dag frá samningi við eistneska landsliðsmanninn Tristan Koskor. Koskor er framherji sem spilaði síðast með Tammeka í heimalandinu. Þar skoraði hann 30 mörk í 56 leikjum. 

Koskor hefur spilað með yngri landsliðum Eistlands og spilaði hann tvo fyrstu A-landsleiki sína í janúar á þessu ári. Annar þeirra var í markalausu jafntefli við Ísland í Katar. 

Hann skoraði 21 mark í 36 leikjum í efstu deild Eistlands á síðustu leiktíð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert