Ísland aldrei unnið Frakkland

Alfreð Finnbogason í baráttu við Presnel Kimpembe í leik Frakka …
Alfreð Finnbogason í baráttu við Presnel Kimpembe í leik Frakka og Íslendinga í október á síðasta ári. AFP

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir heimsmeisturum Frakka í öðrum leik sínum í undankeppni Evrópumótsins á Stade de France-vellinum í París á mánudagskvöldið.

Þetta verður 14. viðureign þjóðanna. Ísland hefur aldrei farið með sigur af hólmi gegn Frökkum. Frakkar hafa unnið níu af þessum leikjum og fjórum sinnum hafa liðin skilið jöfn.

Síðast áttust Ísland og Frakkland við í vináttuleik á Stade du Roudourou í Guingamp í október á síðasta árið þar sem 2:2 jafntefli varð niðurstaðan. Birkir Bjarnason og Kári Árnason skoruðu mörk Íslands í þeim leik.

Ísland og Frakkland áttust við í 8-liða úrslitum á Evrópumótinu í Frakklandi 2016 þar sem Frakkar höfðu betur 5:2. Birkir Bjarnason og Kolbeinn Sigþórsson skoruðu mörk Íslands.

Ísland og Frakkland mættust fyrst árið 1957 í undankeppni HM þar sem Frakkar unnu stórsigur 8:0.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert