Stórleikirnir á Skaganum og Hlíðarenda

ÍA og Valur spila bæði lykilleiki í deildinni á morgun.
ÍA og Valur spila bæði lykilleiki í deildinni á morgun. mbl.is/Ómar Óskarsson

Þótt allir leikir séu mikilvægir er óhætt að segja að tvær af viðureignum sjöttu umferðarinnar í úrvalsdeild karla í fótbolta sem leikin er í dag og á morgun séu sérstaklega áhugaverðar.

Skagamenn mæta til leiks sem topplið deildarinnar á heimavelli gegn Stjörnunni klukkan 17 á morgun. Nýliðar ÍA, undir stjórn Jóhannesar Karls Guðjónssonar, eru með 13 stig úr fyrstu fimm umferðunum en Stjarnan er með 8 stig. Garðbæingar þóttu líklegir til að vera með í toppbaráttunni og ljóst er að þeir mega ekki við því að tapa á Akranesi á morgun. Viðureign liðanna í deildabikarnum seinnipart vetrar gæti setið í einhverjum en ÍA burstaði þá Stjörnuna 6:0 og gaf tóninn fyrir sumarið.

Um kvöldið taka svo meistarar Vals á móti Breiðabliki. Slæm byrjun Hlíðarendaliðsins er umtöluð, lærisveinar Ólafs Jóhannessonar eru bara með 4 stig og einn sigur í húsi á meðan Blikar eru með 10 stig í öðru sæti. Þetta verður fyrsti leikur Breiðabliks gegn einu af þeim liðum sem var spáð fimm efstu sætunum fyrir mót og því afar áhugavert að sjá hvað gerist á Hlíðarenda annað kvöld.

*HK með 4 stig tekur á móti Grindavík með 8 stig kl. 16 í dag.

*KA með 6 stig tekur á móti ÍBV með 2 stig kl. 16.30 í dag.

*Víkingur með 3 stig tekur á móti KR með 8 stig kl. 18 í dag.

*Fylkir með 5 stig tekur á móti FH með 10 stig kl. 19.15 annað kvöld.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert